Árni haraldsson

Árni Haraldsson hefur fengist við margs konar listsköpun, þar á meðal grafík, ljósmyndun og tónlistarsmíðar. Hann lærði tónsmíðar í Danmörku, margmiðlunarfræði á Íslandi og er lærður FX Technical Director frá Lost Boys Studios í Vancouver, Kanada.

Árni starfar hjá Method Studios í Vancouver og vann nýlega að Men In Black: International, For All Mankind, The New Mutants og Thunder Force.

Árni er sonur Auðar Árnadóttur blómaskreytingameistara sem heldur úti Auði Blómabúð  - Blómaverkstæði í Garðabæ. Undir áhrifum móður sinnar fór Árni að skapa þrívíddar-listaverk út frá ljósmyndum af íslenskri náttúru með hugbúnaði sem hann notar til að skapa tæknibrellur í kvikmyndum.


arni.jpg