Íslensk náttúra er engri lík.  Í verkum Árna varpar hann litum úr ljósmyndum, sem hann hefur tekið af íslenskri náttúru, á 20 - 300 þúsund þræði og á um það bil 3 milljónir agna í þrívíddarforriti.

Nánar um þræði:

Þegar litirnir úr ljósmyndunum eru komnir á þræðina, eru þeir keyrðir í gegnum flæðistruflanir sem umbreyta þeim á tilviljunarkenndan hátt.

Verkin eru síðan færð úr þrívídd í tvívídd, með aðferð sem kallast myndþýðing (e. rendering). Þessi aðferð getur verið tímafrek og geta verkin tekið allt að 24 klukkustundir í vinnslu, á meðan myndþýðing á sér stað.

Með þessari aðferð er hægt að kynna liti íslenskrar náttúru á nýstárlegan, spennandi og listrænan hátt.

Nánar um agnir:

Hver ögn fær litaupplýsingar úr ljósmyndum af íslenskri náttúru sem eru keyrðir í gegnum hermi í um 5 sekúndur og með hjálp flæðistruflana breytir það lögun agnanna á tilviljunarkenndan hátt. Í verkunum Agnir eru um það bil 3 milljónir agna.

Notast er við myndþýðingu (e. rendering) til að færa verkin úr þrívídd í tvívídd og er hvert verk um 5 klukkustundir í vinnslu.

Hægt er að skoða valin prentuð verk, verð og stærðir í Auður Blómabúð - Blómaverkstæði, sem staðsett er í Garðabæ.